Kaffið sem ég hitaði mér áðan bragðaðist dálítið sérkennilega. Svo komst ég að því að ég hafði hellt í bolla með botninn þakinn salti. En ég uppgötvaði það ekki fyrr en ég var búinn með kaffið.
Ég fór á árshátíð Póstsins um helgina. Hún er eins frá ári til árs rétt eins og Stuðmenn sem ég get ekki fengið mig til að hafa gaman af þrátt fyrir einbeittan vilja og mjög fagmannlega framgöngu þeirra. Ég hafði samt á tilfinningunni að þeim leiddist þetta jafn mikið og mér. - Erla skellihló að danstilburðum mínum.
Kjartan á afmæli á miðvikudaginn og fær Play Staiton tölvu ásamt knattspyrnuleik til að spila í henni. Hann verður ánægður.
Ég er að skrifa stutta skáldsögu. Ég mætti vera afkastameiri en þetta lítur samt vel út.
Ég fer til Darmstadt í Þýskalandi í janúar.
Gaman að sjá hvað Pálmi Gestsson á einlæga aðdáendur á þessari síðu. Gott fyrir hann. Hann er hins vegar álíka góð eftirherma og ég og ég er engin eftirherma.