föstudagur, nóvember 04, 2005

Prófkjör

Getur einhver hjálpað mér að setja saman 8 manna lista? Ég vil Vilhjálm í 1. sæti en vil líka sjá Gísla Martein á listanum. Ég vil mikið af kvenfólki ofarlega en Bolli fær 5. sætið. Kjartan Magnússon fær 3. sætið og Hanna Birna verður númer 2. Hverjir fá rest?

Það er búið að spá hita dögum saman en spáin færist alltaf aftur. Hitinn átti fyrst að koma á mánudaginn og nú síðast í dag átti að vera 4 stiga hiti en er 6 stiga frost. Á morgun er spáð 3ja stiga hita en væntanlega verður áfram frost og hitaspáin heldur áfram að færast aftur út í hið óendanlega.

Upphaflega var þetta mynd af okkur Erlu á árshátíð Póstsins. Ég tók mig hins vegar svo skelfilega út á henni að ég skar mig burtu og sendi minn hluta á uglypeople.com

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Flír

Ég hef mjög gaman af að bregða fólki með því að hrinda upp hurðum með látum og öskrum. Búinn að gera það tvisvar í vinnunni í dag. Þá finnst mér tilhugsunin um að slá viðskiptavin í hnakkann með belti honum að óvörum svo fyndin að það liggur við að ég væri til í að fórna starfinu fyrir slíkan verknað.

Það virðist hafa verið ákveðið að krydda Bleikt og blátt aðeins á ný og fólk er þegar byrjað að amast við því. Löggan er farin að skoða blaðið. Það hljómar dálítið eins og í gamla daga. Í flestum bókabúðum landsins eru til sölu erlend tímarit með myndum af fólki í samförum. Þó að fæstir viðurkenni að þeir hafi áhuga á slíku efni þá selst það gríðarlega mikið (í öðru formi, a.m.k., ég veist svo sem ekki hvort þessi tilteknu blöð seljast mikið). Staðreyndin er sú að til er mikið af konum og körlum sem hafa ánægju af að horfa á myndir af meðbræðrum sínum við kynferðislegar aðstæður. Í slíku myndefni er í seinni tíð ekki lögð minni áhersla á útmálun karllíkamans en kvenlíkamans. Gamalkunnugur málflutningur um hlutgervingu konunnar og skort á virðingu fyrir henni með slíku efni er nokkuð mikil einföldun. Og þó er málið ósköp einfalt: fólk með eðlilega náttúru laðast að þessu efni, náttúru sinnar vegna en ekki til þess að kúga og niðurlægja konur.

Krasspydna

Þórður Guðjónsson er farinn í ÍA, KR hefur fengið lykilmann í vörnina, annan sterkan framherja og frægan þjálfara, Valur sankar að sér leikmönnum og FH-ingar eru sterkir fyrir. Mér virðist að þessi fjögur berjist um titilinn næsta sumar: FH, KR, ÍA og Valur. Þau ættu að skilja sig nokkuð frá öðrum liðum í deildinni. Spurning hvort FH verði aftur með yfirburði eða hin liðin nálgist FH-inga.

Í vikunni mætti ég í vinnuna með nýtt blátt bindi úr Hagkaupum um hálsinn. Vinnufélögum þótti bindið minna á Sjálfstæðisflokkinn og sögðu að ég ætti að vera í framboði í prófkjörinu sem er framundan um helgina. Ég sagði að það gæti ég ekki því ég gæti ekki rætt um skipulagsmál þar sem ég vissi ekki hvað það væri að leggja götu í stokk. - Þeir sögðu að ég ætti þá bara að halda mig við önnur umræðuefni.

Það hefur reyndar verið hringt nokkuð í mig til að smala. Málið er nokkuð einfalt: Ég hef meiri trú á Vilhjálmi í efsta sætið og kýs hann. Síðan er mikilvægt að nóg verði af kvenfólki í efstu sætum. Að öðru leyti ræður fáfræðin för. Mér líst t.d. vel á að kjósa Kjartan Magnússon af því sonur minn heitir Kjartan. Það er svona dæmi um pólitíska vitund mína í borgarmálum.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Kl. 22.46 að kvöldi veltir maður því fyrir sér hvernig hægt sé að öðlast aftur þá tilfinningu að maður sé skáld, eftir að hafa stjórnað háværu strákaafmæli og síðan dottið í Playstation með syninum. Væri ekki miklu þægilegra að gleyma þessu skáldarugli, eyða löngum tíma í ræktinni, fá fótbolta á heilann og vinna sér inn aukatekjur? - Nú eða skrifa fleiri pistla, þeir vekja meiri athygli.

Töluverðar annir. Drengurinn er með mér í vinnuni og er að leika sér með nýju afmælisgöfina, Play Station og fótboltaleik. Afmælisveislan er á eftir og hætti ég fyrr í vinnunni. Í veislunni stjórna ég spurningaleik og vítaspyrnukeppni.

mánudagur, október 31, 2005

Kaffið sem ég hitaði mér áðan bragðaðist dálítið sérkennilega. Svo komst ég að því að ég hafði hellt í bolla með botninn þakinn salti. En ég uppgötvaði það ekki fyrr en ég var búinn með kaffið.

Ég fór á árshátíð Póstsins um helgina. Hún er eins frá ári til árs rétt eins og Stuðmenn sem ég get ekki fengið mig til að hafa gaman af þrátt fyrir einbeittan vilja og mjög fagmannlega framgöngu þeirra. Ég hafði samt á tilfinningunni að þeim leiddist þetta jafn mikið og mér. - Erla skellihló að danstilburðum mínum.

Kjartan á afmæli á miðvikudaginn og fær Play Staiton tölvu ásamt knattspyrnuleik til að spila í henni. Hann verður ánægður.

Ég er að skrifa stutta skáldsögu. Ég mætti vera afkastameiri en þetta lítur samt vel út.

Ég fer til Darmstadt í Þýskalandi í janúar.

Gaman að sjá hvað Pálmi Gestsson á einlæga aðdáendur á þessari síðu. Gott fyrir hann. Hann er hins vegar álíka góð eftirherma og ég og ég er engin eftirherma.

Did ya see that????!!!!!!!!!!

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1166374 Burst hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.

Karlagrobb í tölum

Ég gaf blóð fyrir helgina. Kom þá í ljós að blóðþrýstingurinn er 77-136 og púlsinn er í sögulegu lágmarki: 55 slög á mínútu.

Pálmi Gestsson er gjörsamlega glataður sem Halldór Ásgrímsson. Túlkunin á forsætisráðherranum er mjög einhliða, endurtekningasöm og grunn: Halldór kemur einfaldlega fram sem hálfviti. Pálmi hermir álíka vel eftir röddinni
i honum og hvaða amatör sem er. Pálmi er yfirleitt löt og léleg eftirherma, Örn Árnason hermir skítsæmilega eftir en langbesta eftirherma landsins er Jóhannes Kristjánsson. Spaugstofan myndi stórbatna ef þeir félagar byðu honum í hópinn.