Ég treysti læknum og heilbrigðisstofnunum fyrir heilsu minni ef því er að skipta og ég veit að DNA-heilun er rugl. En ég veit ekki hvers vegna. Ég fylgi, eins og flestir, kennivaldsleiðinni hvað snertir skoðanir á veruleikanum. Ég hef bara vit á bókmenntum, fótbolta, smá á rokktónlist, kvikmyndum, pólitík og auglýsingum; og get því ekki tjáð mig af viti um annað.
Ég veit að ljós kviknar þegar ég ýti á ljósrofa en ég veit ekki almennilega hvers vegna. Kæri mig kollóttan um það. Hvers vegna fannst mér þá heilunarkonan í Kastljósi tala eins og hún væri kolrugluð þegar ég í raun og veru veit ekkert um þessi máli?
Ég braut blað í lífi mínu með því að skrifa í fyrsta sinn á kaffihúsi í Kringlunni. Ég sat þar í hálftíma og afraksturinn var nokkrar línur.