Til Þýskalands
Þessi síða er farin í frí. Ég flýg kem í fyrramálið og kem aftur 22. janúar. Á þessum tíu dögum ræðst það líklega hvort ég verð með skáldsögu í haust eða ekki. Ég hallast í augnablikinu mjög að fyrrnefnda möguleikanum.
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
Þessi síða er farin í frí. Ég flýg kem í fyrramálið og kem aftur 22. janúar. Á þessum tíu dögum ræðst það líklega hvort ég verð með skáldsögu í haust eða ekki. Ég hallast í augnablikinu mjög að fyrrnefnda möguleikanum.
Um það leyti sem Pete Townshend var að breytast úr góðum lagasmiði í frábæran lagasmið samdi hann lög á borð við I Can See for Miles og I´m Free. Þetta eru fyrstu snilldarverkin hans.
Ég er orðinn viðþolslaus af ferðatilhlökkun, ekki af því ég sé að fara á svo spennandi stað, heldur af því ég er að fara í þetta reglubundna ferðalag inn í sjálfan mig og skáldskapinn og efniviður ferðarinnar liggur svo ansi vel við höggi. Það hefur farið að rofa hressilega til í lokaköflum handritsins og þó að ég nái líklega ekki að klára uppkastið áður en ég fer kemst ég nálægt því. Það verður síðan rosalega spennandi að byrja á annarri umferð þarna í Hessen héraði og gá hvort hið framandi en þó kunnuglega umhverfi hressir upp á stílinn.
Ég handskrifaði 7 blaðsíður í dag og er býsna ánægður með árangurinn. Eins og þetta sé að smella saman. Því skyldi mér ekki takast að skrifa stutta skáldsögu? Ekki eins og maður sé einhver byrjandi. Bara spurning hvort hún verður sæmileg eða góð.
Ég var í Play Station tölvunni í gær að keppa við Freyju í FIFA 06 þegar kveðið var dyra. Kjartan opnaði útidyrnar og ég heyrði karlmannsrödd spyrja: Býr Ágúst Borgþór hér? Ég stöðvaði leikinn og aðgætti hver þar væri kominn. Í dyrunum stóð sjálfur Stefán Máni og rétti mér eintak að Túristanum.