Blaðið heldur áfram að borga nánast samstundis og ég er því kominn aftur með vasapening. Þarf ekki að sníkja úr gullhrúgunni hennar Erlu á næstu dögum. Hún er annars stödd á Selfossi á stefnumótunarfundi og kemur ekki fyrr en um miðnætti. Freyja fer að horfa á Idol í kvöld en ég hugsa að ég og Kjartan leggjumst í FIFA 06. Um helgina er afmæli, partí og aukavinna. Einhvern veginn verð ég að troða skriftum inn í þann pakka.
Og talandi um Blaðið: ég er kominn af stað með nýjan pistil og get klárað hann hvenær sem er.