Hitti Bárð R. Jónsson í hádeginu. Hann hafði tekið það upp hjá sér að fara á upplestur hjá Nýhil í gærkvöld og lét fremur vel af samkomunni. Hann hefur engin tengsl við fólk þarna, kom bara sem áhugamaður af götunni og mér finnst það býsna gott af honum. Stefni að því sjálfur að sækja einhverja upplestra fyrir jólin.
Í kvöld hitti ég síðan EÖN stuttlega á Hressó. Held það sé bara nokkuð mikil tilviljun að hitta á sama degi þátttakanda í bókmenntaupplestri og einn sem mætt hefur á upplesturinn. EÖN leit vel út og var viðkunnanlegur.
Helgin er nokkuð mettuð samkvæmum og skyldum og raunar voru tvær afmælisveislur í gær er Kjartan varð 7 ára.
Allt er þetta ósköp ánægjulegt. Annars eru merkilegustu tíðindi vikunnar þau að búið er að taka niður skiltið af Vídeóljóninu heitnu.