Samtök um að halda uppi neyslu
Margir eru í sömu sporum og ég: Tekjur dragast saman og fyrir einkahaginn er það skynsamlegt að draga úr neyslu og spara. Maður horfir á allan óþarfann sem maður getur farið að skera niður. EN. Samt hefur maður ennþá töluverða kaupgetu. Og það er banvænt fyrir þjóðfélagið að skrúfa fyrir neyslu. Ég sé hins vegar ekki haginn í því að ég haldi áfram að spenna en allir aðrir dragi saman seglin. Þá versnar minn hagur bara meira en ella og kreppan dýpkar alveg jafnmikið.
Það vantar samtök um þetta. Að virkja neyslu þeirra sem hafa burði til að eyða peningum áfram. Kannski er meirihlutinn í þeirri stöðu.
Hvernig er hægt að búa til platform undir þetta?
Fyrsta skrefið er að biðja fjölmiðla um að hætta birtar greinar um sparnaðarráð. Slíkur áróður grefur undan okkur.
Sem betur fer fara túristarnir að streyma til landsins á næstunni.